Evrópuráðstefna ljósmæðra helgina 27. til 28. september
Árlega koma ljósmæður í Evrópu saman til skrafs og ráðagerða á ráðstefnu félags Evrópuljósmæðra (European Midwives Association) og skiptast löndin á að bjóða þeim heim. Í ár er Ljósmæðrafélag Íslands gestgjafi og hlökkum við mikið til að kynna fyrir kollegum okkar í Evrópu barneignarþjónustuna á Íslandi og starfsumhverfi íslenskra ljósmæðra.
Af tilefni ráðstefnunnar er ráðstefnugestum boðið í móttöku í Ráðhúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 26. september kl. 16.00 þar sem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar tekur á móti.
Ráðstefnan sjálf er haldin á Hótel Natura föstudaginn 27. september og laugardaginn 28. september. Halla Tómasdóttir forseti Íslands ávarpar fundargesti á föstudegi og á laugardegi verður á dagskrá fæðingarþjónusta á Íslandi og sá góði árangur sem hefur náðst hér á landi.