Á fundi sínum þann 4.desember 2024 ræddi stjórn Ljósmæðrafélags Íslands um stöðu kvenna í Afganistan. Þar hafa enn og aftur verið gerðar breytingar á möguleikum kvenna til menntunar.
Að banna menntun kvenna í hjúkrunar – og ljósmæðrafræðum vegur beint að heilbrigði kvenna og barna. Lífi þeirra er hreinlega stefnt í hættu þar sem að konum í Afganistan er alfarið óheimilt að leita aðstoðar hjá karlkyns heilbrigðisstarfsfólki.
Stjórn Ljósmæðrafélags Íslands gerir sér grein fyrir því hversu viðkæm staða kvenna í Afganistan er. Félagið mun vinna málið áfram með International Confederation of Midwives, sem þegar hefur sett sig í samband við ljósmæður í Afganistan varðandi viðeigandi stuðning.