Í vetur er stefnt að því að halda tvö nálastungunámskeið.
Námskeiðið stendur i samtals 6 daga alls og skiptist í 2 hluta, þar sem fyrri hlutinn er 4 dagar og seinni hlutinn er 2 dagar.
Fyrra námskeiðið verður haldið á Akureyri dagana 6-9.1 og 17-18.2 2025 og seinna námskeiðið verður haldið í Reykjavík dagana 13-16.1 og 20-21.2.2025
Námskeiðið kostar 190.000 kr. fyrir kjarafélaga LMFÍ og er styrkhæft hjá BHM. Fyrir ljósmæður sem standa utan LMFÍ kostar námskeiðið 220.000 kr.
Lágmarksfjöldi á hvoru námskeiði fyrir sig eru 10 manns og hámarksfjöldi eru 14 manns.
Skráning fer fram hjá LMFÍ með því að senda póst á netfangið formadur@ljosmodir.is Staðfestingargjald er 50.000 kjarafélagar/60.000 aðrir og greiðst við staðfestingu á skráningu.
Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt. Lokagreiðsla þarf að hafa borist félaginu fyrir 5.11.2024